Þú mátt vita það

Þú mátt vita það
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Mig langar að segja þér,
þó illa sé komið fyrir mér;
ég hafi ekkert gefið þér,
að inni’ í mér lifir glóð,
þú ert nú mitt eigið hold og blóð,
og ég mun bera þessi lóð
alla ævi.

Þú mátt vita það,
ég verð alltaf hluti af þér.
Þú mátt vita það.
Þó þú vissir lítið af mér.
Nú ég hef tekið skref
aðeins til að eiga stund með þér.

Ég gerði mín mistök þá,
en maður er vera veik og smá,
og kraftur Lýðs varð ofan á.

Ég hugsaði ekki neitt
og í það hef löngum tíma eytt,
en mér mun þykja þetta leitt
alla ævi.

Þú mátt vita það,
ég verð alltaf hluti af þér.
Þú mátt vita það.
Þó þú vissir lítið af mér.
Nú ég hef tekið skref
aðeins til að eiga stund með þér.

Skiptir öllu hvað þú ert.
Allt sem búið er og gert
skiptir engu ef þú ert.

Þú mátt vita það,
ég verð alltaf hluti af þér.
Þú mátt vita það.
Þó þú vissir lítið af mér.
Nú ég hef tekið skref
aðeins til að eiga stund með þér.

Ég veit að ég á það til
að bæta úr öllu ef ég vil,
og heyra frá þér: “Já, ég skil”.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Annar máni]