Ásgeir Sverrisson (1928-2008)

Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari starfrækti eigin hljómsveit um árabil og var framarlega í flokki gömlu dansa unnenda á bítla- og hippatímum þegar sú tónlist átti undir högg að sækja hérlendis sem annars staðar. Ásgeir var fæddur 1928 í Hvammi í Norðurárdal, var í héraðsskólanum á Laugarvatni og síðar í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar – Efni á plötum

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar – Fjórir polkar Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 524 Ár: 1967 1. Komdu að dansa 2. Reyndu aftur 3. Tóta-polki 4. Hláturpolki Flytjendur Aðrir flytjendur – engar upplýsingar Sigríður Maggý Magnúsdóttir – söngur Ásgeir Sverrisson – harmonikka