Stürmwandsträume (1996)

Dúettinn Stürmwandsträume af Seltjarnarnesinu var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ágúst Bogason gítarleikari og söngvari og Sverrir Örn Arnarson trommuleikari og söngvari. Þeir félagar komust ekki áfram í úrslit tilraunanna og mun þar helst hafa verið um að kenna hversu fámennir þeir tveir voru með sitt rokk. Þess…

Möl [1] (1997)

Hljómsveitin Möl keppti vorið 1997 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar sem var af Seltjarnarnesinu voru þeir Jón Davíð Ásgeirsson gítarleikari, Sverrir Örn Arnarson trommuleikari, Sævaldur Harðarson söngvari og gítarleikari og Ágúst Bogason trommuleikari. Sveitin sem lék einhvers konar sýrukennt rokk, komst ekki áfram í úrslitin og virðist ekki hafa starfað lengi.

Messías (1999-2002)

Hljómsveitin Messías starfaði á árunum 1999 – 2002 í Reykjavík. Sveitin keppti í músíktilraunum 1999 en meðlimir hennar voru Ágúst Bogason bassaleikari, Viðar Friðriksen trommuleikari og Valgeir Gestsson gítarleikari. Ekki er ljóst hver þeirra söng þar en sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði. Þeir Messías-félagar störfuðu til ársins 2002 en stofnuðu þá aðra sveit,…