Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson mun hafa tekið við…

Kan (1981-89)

Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…

Dolby (1985-92)

Hljómsveitin Dolby er frá Ísafirði en hún var starfandi a.m.k. á árunum 1985-92. 1989 komu út lög með henni á safnplötunni Vestan vindar. Meðlimir voru þar Guðmundur Hjaltason söngvari og bassaleikari, Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari og Hilmar Valgarðsson trommuleikari. Einnig léku með sveitinni á plötunni þeir Jónas Björnsson og Sigurður Jónsson á…