Gypsy [2] (1985-88)

Þungarokkshljómsveitin Gypsy sigraði Músíktilraunakeppni Tónabæjar 1985 en hún var stofnuð í upphafi þess sama árs. Sveitin var nokkuð áberandi í tónlistarlífi Íslendinga meðan hún starfaði, spilaði töluvert mikið en ekkert efni liggur þó útgefið eftir hana. Meðlimir sveitarinnar voru Heimir Sverrisson bassaleikari, Hallur Ingólfsson trommuleikari (XIII, Ham o.fl.), Jón Ari Ingólfsson gítarleikari, Ingólfur Geirdal Ragnarsson…

Langbrók (1993-96)

Langbrók var sveitaballaband sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék víða um land fjölbreytilega tónlist og viðhafði ýmsar uppákomur, hvort sem það var á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eða úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og hafði sama kjarnann að mestu á að skipa þann tíma er hún starfaði…