Skólakór Mýrdalshrepps (1988-)

Öflugur skólakór starfaði lengi við Víkurskóla undir stjórn Önnu Björnsdóttur síðustu öld og svo virðist sem hann hafi jafnframt starfað eitthvað eftir aldamótin, kórinn hefur sent frá sér plötur. Skólakór Mýrdalshrepps mun hafa verið stofnaður um haustið 1988 og frá upphafi var Anna Björnsdóttir stjórnandi kórsins en hann hóf að koma fram opinberlega í heimabyggð…

Tónabræður [2] (1962-70)

Mýrdælska hljómsveitin Tónabræður var áberandi á sveitaböllunum í Skaftafells- og Rangárvallasýslum á sjöunda áratug síðustu aldar og kemur enn fram þótt ekki spili hún jafn reglulega og áður fyrr. Sveitin hlaut nafnið Tónabræður 1962 en saga hennar nær reyndar aftur til 1959 því hún hafði þá starfað í þrjú ár undir nafninu H.A.F. tríóið á undan,…