Afmælisbörn 18. júlí 2025

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru ellefu talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 18. júlí 2024

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru ellefu talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann sjötíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Asterix [1] (1975)

Hljómsveitin Asterix var að öllum líkindum skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom þá eitthvað fram á skemmtistaðnum Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari, Ari B. Gústafsson bassaleikari, Kristján Óskarsson orgelleikari og Bryndís Júlíusdóttir söngkona.

Tiktúra (1971)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tiktúru sem starfandi var vorið 1971 en sveitin lék þá á frægri útihátíð sem haldin var við Saltvík á Kjalarnesi. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ari Brimar Gústafsson bassaleikari, Óskar Smári Haraldsson söngvari, Guðmundur Daði Ágústsson gítarleikari, Ari Garðar Georgsson trommuleikari og Brynjar Þór Jakobsson gítarleikari en annað…

Dátar (1965-67 / 1973-74)

Dátar voru ein þeirra hljómsveita sem telja má til minnisvarða um íslenskt bítl, aðeins fáeinar aðrar sveitir eins og Hljómar og Flowers geta gert tilkall til hins sama. Dátar voru stofnaðir vorið 1965 og komu þeir fyrst fram í lok júní, gítarleikararnir Hilmar Kristjánsson og Rúnar Gunnarsson sem einnig söng, stofnuðu sveitina og fljótlega bættist…

Fjarkar [3] (1972-75)

Hljómsveitin Fjarkar fór mikinn á dansstöðum borgarinnar á árunum 1972-75 en hún var tíðum auglýst sem sveit er spilaði gömlu og nýju dansana. Litlar upplýsingar er að finna um þessa Fjarka aðrar en að Ari Brimar Gústafsson var bassaleikari hennar allavega um tíma sem og Birgir Gunnlaugsson gítar- eða bassaleikari í henni. 1975 kom út…