Strigaskór nr. 42 (1989-95 / 2007-)

Hljómsveitin Strigaskór nr. 42 vakti mikla athygli þegar hún birtist með látum í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1990 með dauðarokk sem þá var reyndar nokkuð í tísku en þeir félagar voru þá rétt um fjórtán ára gamlir, sveitin þróaðist hins vegar nokkuð frá dauðarokkinu eftir því sem árin liðu og gerði ýmsar tilraunir sem féllu tónlistarspekúlöntum…

Stjörnukisi (1996-2003)

Hljómsveitin Stjörnukisi kom fyrst fram undir því nafni í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en sveitin var þá langt frá því að vera nýstofnuð því hún hafði verið starfandi undir nöfnunum Drome og Silverdrome áður og komið margoft fram á tónleikum frá árinu 1994. Í Músíktilraunum voru meðlimir Stjörnukisa þeir Úlfur Chaka Karlsson söngvari (og textaskáld…

Soðin fiðla (1996-98)

Soðin fiðla er einna þekktust fyrir að sigra Músíktilraunir Tónabæjar en fylgdi þeim sigri ekki eftir með neinni flugeldasýningu, sveitin sendi þó frá sér eina stuttskífu. Sveitin var stofnuð haustið 1996 í Kópavogi og voru meðlimir hennar Arnar Snær Davíðsson gítarleikari, Egill Tómasson gítarleikari og söngvari, Gunnar Örn Svavarsson bassaleikari og Ari Þorgeir Steinarsson trommuleikari.…