Hljómsveit Þorleifs Finnssonar (1991-2016)

Harmonikkuleikarinn Þorleifur Finnsson starfrækti hljómsveitir í eigin nafni allt frá árinu 1991 og til 2016, sveitirnar voru yfirleitt starfandi í tengslum við félagsstarf Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Svo virðist sem fyrsta sveit Þorleifs hafi starfað árið 1991 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þá sveit með honum. Þremur árum síðar lék hljómsveit Þorleifs í skemmtidagskrá…

Hljómsveit Stefáns Jökulssonar (1994-99)

Stefán Jökulsson var á tíunda áratug síðustu aldar nokkuð áberandi á reykvískum dansstöðum en hann starfaði þá um tíma með söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni, Örnu Þorsteinsdóttur, Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og fleirum, lék þá á skemmtara eða hljómborð í Súlnasal Hótel Sögu, Næturgalanum í Kópavogi og víðar. Árið 1994 var Hljómsveit Stefáns Jökulssonar auglýst á…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Nýja bandið [3] (1989-90)

Nýja bandið var starfaði 1989 og 90 og lék á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins, aðallega Ártúni, með áherslu á gömlu dansana. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nýja bandsins en söngkonurnar Kristbjörg Löve og Arna Þorsteinsdóttir skiptust á að syngja með sveitinni. Einnig tróðu harmonikkuleikarar eins og Grettir Björnsson, Örvar Kristjánsson og Jón Sigurðsson stundum upp…

Neó tríóið (1998-99)

Neó tríóið starfaði 1998 og 99, hugsanlega í Hafnarfirði. Engar upplýsingar finnast um meðlimi tríósins en söngkonurnar Edda Borg (1998) og Arna Þorsteinsdóttir (1999) sungu með því.

Danssporið (1986-90)

Hljómsveitin Danssporið var áberandi á öldurhúsum Reykjavíkurborgar síðari hluta níunda áratugarins. Sveitin sem var í gömlu dansa geiranum, var stofnuð af frumkvæði söngkonunnar Kristbjörgu (Diddu) Löve snemma árs 1986 en hún hafði þá sungið um árabil í danshljómsveitum Jóns Sigurðssonar og Guðmundar Ingólfssonar svo dæmi séu tekin. Hún fékk til liðs við sig Guðna Guðnason…