Heitar pylsur (1989 / 1995)

Afar fáar og takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Heitar pylsur sem starfaði á Seyðisfirði sumarið 1989 en það sama sumar sendi sveitin frá sér sex laga plötu sem bar heitið Haldið þið að við höfum ætlað að gera þetta? sem Andfélagið gaf út. Á plötunni er sveitin skipuð þeim Arnari Þór Guttormssyni, Emil…

Síróp (1993)

Hljómsveitin Síróp (Sýróp) starfaði á höfuðborgarsvæðinu í skamman tíma haustið 1993 en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Svívirðing og m.a. keppt undir því nafni í Músíktilraunum um vorið. Meðlimir Síróps voru þeir Róbert Ólafsson söngvari og gítarleikari, Arnar Þór Guttormsson gítarleikari, Jón Tryggvi Jónsson bassaleikari og Guðbjartur Árnason trommuleikari. Sveitin lék rokktónlist.

Svívirðing (1993)

Hljómsveitin Svívirðing var starfandi 1993 en það ár átti sveitin lag á safnplötunni Landvættarokk. Meðlimir hennar voru þá Róbert Ólafsson söngvari, Guðbjartur Árnason trommuleikari, Jón Tryggvi Jónsson bassaleikari og Arnar Þór Guttormsson gítarleikari. Svívirðing keppti í Músíktrilaunum um vorið 1993 og sama ár átti sveitin lag á safnplötunni Íslensk tónlist 1993. Ekki liggja fyrir frekari…