Afmælisbörn 22. maí 2025

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru sex talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og sex ára gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Hljómsveit Grettis Björnssonar (1949-2005)

Harmonikkuleikarinn Grettir Björnsson starfrækti nokkrar hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum en upplýsingar um þær eru almennt mjög takmarkaðar. Fyrsta sveitin sem Grettir rak var tríó sem starfaði á árunum 1949 og 50, sú sveit lék m.a. á Keflavíkurflugvelli en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næsta…

Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar (1957-73)

Jón Páll Bjarnason gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum allan sinn starfsferil og af ýmsu tagi, djasstengdum sveitum hans hefur verið gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Páls Bjarnasonar en hér eru hins vegar til umfjöllunar aðrar hljómsveitir hans. Fyrsta Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar starfaði í Breiðfirðingabúð í upphafi árs 1957 og var…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Útlendingahersveitin [2] (1992 -)

Djasssveitin Útlendingahersveitin var stofnuð 1992 og kom fyrst fram opinberlega á RúRek djasshátíðinni það sama ár. Nafn sitt hlaut sveitin af því að flestir meðlimir hennar bjuggu erlendis, en þeir voru Árni Scheving víbrafónleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Árni Egilsson kontrabassaleikari og Pétur Östlund trommuleikari. Átta ár liðu áður en Útlendingahersveitin kom…

Útlendingahersveitin [2] – Efni á plötum

Útlendingahersveitin [2] – Útlendingahersveitin / The foreign legion Útgefandi: Japis Útgáfunúmer: JAP 0078-2 Ár: 2000 1. Nína 2. Ice 3. Geysir 4. The rivers 5. Des flauves impassibles 6. Casa del alcalde 7. Litfríð og ljóshærð 8. Suðurnesjamenn 9. Morning 10. Say what Flytjendur Jón Páll Bjarnason – gítar Þórarinn Ólafsson – píanó Pétur Östlund –…