Súpermódel (2000)

Hljómsveitin Súpermódel keppti í Músíktilraunum vorið 2000 en komst ekki í úrslit enda þurftu þeir að kljást við sveitir eins og 110 Rottweiler hunda (XXX Rottweiler), Snafu og Búdrýgindi á undankvöldinu, tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar Scooter-popp. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson tölvu-, hljómborðs- og bassaheilaleikari, Jónas Snæbjörnsson tölvu-, hljómborðs- og trommuheilaleikari og…

Karl Marx (2000)

Karl Marx var einsmannssveit Árna Jóhannessonar (Equal) í Músíktilraunum árið 2000. Tónlistina skilgreindi hann sem eins konar housetechno. Karl Marx komst ekki í úrslit.

Raddlaus rödd (1999-2000)

Hljómsveitin Raddlaus rödd starfaði 1999, keppti í Músíktilraunum þá um vorið en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Jóhann Linnet Hafsteins bassaleikari og Ólafur Þór Ólafsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á sautjánda ári. Sveitin keppti aftur að ári skipuð sama mannskap en náði ekki heldur í úrslit í…