Blush (1996-98)

Hljómsveitin Blush birtist á sjónarsviðinu með plötu haustið 1997 en fljótlega eftir það dó sveitin drottni sínum. Sveitin var stofnuð haustið 1996 og rétt um ári síðar hóf hún að leika á öldurhúsum borgarinnar með það fyrir markmiði að kynna væntanlega plötu sem síðan kom út í nóvember 1997. Meðlimir Blush voru þá Þór Sigurðsson…

Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju (1992-)

Saga Barna- og unglingakórs Akureyrarkirkju er eilítið flókin þar eð um tvo eiginlega kóra er/var að ræða sem hafa sungið við ýmis opinber tækifæri norðanlands og víðar reyndar, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Upphaf kórastarfsins nær aftur til haustsins 1992 þegar barnakór var settur á laggirnar við Akureyrarkirkju en hann var ætlaður börnum níu…

Þusl (1993-96)

Keflvíska hljómsveitin Þusl starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sögu sveitarinnar lauk um leið og skólagöngu meðlima hennar. Sveitin var líklega stofnuð haustið 1993 og það haust sigruðu þeir félagar hljómsveitakeppni sem haldin var í FS. Engar upplýsingar er að finna um meðlimaskipan í upphafi en einhverjar mannabreytingar urðu á Þusli…