Hljómsveit Baldurs Loftssonar (um 1960)

Baldur Loftsson á Breiðási í Hrunamannahreppi starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir lok sjötta áratugar síðustu aldar, sveitin lék að minnsta kosti árin 1958 og 59 en að öðru leyti vantar upplýsingar um starfstíma sveitarinnar. Meðlimir Hljómsveitar Baldurs Loftssonar voru auk Baldurs sjálfs sem lék á harmonikku og saxófón, þeir Loftur Loftsson kontrabassaleikari (bróðir Baldurs),…

Gypsy [1] (1960)

Hljómsveitin Gypsy (stundum ritað Gipsy) starfaði í fáeina mánuði sumarið 1960 á Selfossi, í heimildum er ýmist talað um Gypsy, Gypsy sextett eða Gypsy kvintett. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Gunnar Björgvin Guðmundsson [?], Arnþór Guðnason trommuleikari, Rögnvaldur Árelíusson saxófónleikari, Ásbjörn Österby saxófónleikari, Ormar Þorgrímsson bassaleikari og Donald Rader saxófónleikari.

O.M.O. kvintett (um 1958)

Á Selfossi mun hafa starfað hljómsveit forðum daga undir nafninu O.M.O. kvintett, fyrir liggur að sveitin var starfandi árið 1958 en engar upplýsingar að finna um hversu lengi hún starfaði. Óskað er eftir upplýsingum þess efnis sem og fyrir hvað O.M.O. stendur fyrir. Fjölmargir munu hafa leikið með hljómsveitinni þann tíma er hún starfaði en…

Tónabræður [1] (1958-61)

Sunnlenska hljómsveitin Tónabræður undir stjórn Gissurar Geirssonar var fyrsta sveitin af mörgum sem borið hefur þetta nafn en hún var starfrækt í kringum 1960. Hljómsveitin var stofnuð 1958 af Gissuri Geirssyni harmonikku-, saxófón- og hljómborðsleikara úr Flóanum en hann var einn af konungum sunnlenskra sveitaballa á árum áður og starfrækti margar sveitir. Í upphafi var…