Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar (1952-69)

Óskar Guðmundsson á Selfossi rak um árabil vinsæla danshljómsveit sem lék á hundruðum dansleikja í Árnes- og Rangárvallasýslum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hróður sveitarinnar barst reyndar mun víðar og hún fór stundum út fyrir yfirráðasvæði sitt á Suðurlandi og lék þá í öðrum landsfjórðungum. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar var stofnuð árið 1952 og…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [2] (1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar og lék gömlu dansa tónlist á nýársdansleik í Þórscafé í upphafi árs 1965. Nokkuð ljóst er að ekki er um að ræða Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar hina ísfirsku og einnig eru litlar líkur á að um hafi verið að ræða Ásgeir Sigurðsson…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Marz bræður (1954-56)

Söngkvartettinn Marz bræður naut vinsælda um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, þeir komu fram á tónlistartengdum skemmtunum og komu við sögu á nokkrum plötum. Það var tónlistarmaðurinn Magnús Ingimarsson sem stofnaði Marz bræður ásamt Ásgeiri Sigurðssyni en þeir fengu til liðs við sig vini sína, Vilhjálm B. Vilhjálmsson og Sigurð Sívertsen og hófu æfingar. Fljótlega…

Mamma hestur (1997-99)

Hljómsveitin Mamma hestur frá Ísafirði vakti nokkra athygli á Músíktilraunum vorið 1997 þótt ekki færi hún í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru Ásgeir Sigurðsson hljómborðsleikari, Valdimar Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur B. Halldórsson gítarleikari, Gunnar Örn Gunnarsson trommuleikari, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson bassaleikari og Stefán Önundarson blásari. Ekki liggur reyndar alveg ljóst fyrir hversu lengi starfaði…