Straumar [2] (1981-83)

Laust eftir 1980, allavega 1981 til 1983 starfaði tríó á Akureyri undir nafninu Straumar. Strauma skipuðu þeir Ragnar Kristinn Gunnarsson söngvari og trommuleikari, Jakob Jónsson gítarleikari og Ásmundur Magnússon [bassaleikari?] en margt er á huldu varðandi þessa sveit. Straumar hættu líklega störfum þegar hljómsveitin Skriðjöklar var stofnuð sumarið 1983.

Sköllótt mús (1987-90)

Hljómsveit með því undarlega nafni Sköllótt mús starfaði um skeið á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega ábreiðutónlist á pöbbum höfuðborgarsvæðisins en hún var skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum – öllu þekktari sveit, Loðin rotta varð til upp úr Sköllóttu músinni. Upphaf Sköllóttrar músar má líklega rekja til ársins 1987 fremur en 1988…

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…