Baggabandið [1] (1985-91)

Ballhljómsveit var starfandi á Þórshöfn á Langanesi á síðari hluta níunda áratugarins undir nafninu Baggabandið. Í dagblaðsfrétt frá árinu 1988 var þessi sveit sögð hafa verið starfandi í tvö til þrjú ár. Sveitin var líklega enn starfandi um áramótin 1990-91. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær væru vel þegnar.

Baggabandið [2] (1982)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði í Gaulverjabæjarhreppi árið 1982, og að öllum líkindum lengur, undir nafninu Baggabandið. Kjarni sveitarinnar voru þeir Ragnar Geir Brynjólfsson bassaleikari og söngvari, Davíð [Kristjánsson?] hljómborðsleikari og Eiríkur [Jóhannesson?] gítarleikari en einnig komu nokkrir trommuleikarar við sögu Baggabandsins, þeir Bói [Ingimundur Bjarnason?], Már [Ólafsson?], Eric [?], Þorvaldur…

Baggabandið [3] (1993-95)

Hljómsveitin Baggabandið starfaði á Kirkjubæjarklaustri á tíunda áratug síðustu aldar og mun hafa leikið á böllum eystra. Upplýsingar um sveitina eru takmarkaðar, ekki liggur t.d. fyrir um hvenær hún var stofnuð en haustið 1993 gekk Eyþór Rafn Gissurarson gítarleikari til liðs við hana, hann tók við af Guðna Má Sveinssyni en aðrir meðlimir Baggabandsins voru…

Baggabandið [4] (2002-03)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Baggabandið á vestanverðu Norðurlandi, hugsanlega Hofsósi eða Sauðárkróki á árunum 2002 og 2003. Fyrir liggur að Stefán Jökull Jónsson var í þessari sveit en engar aðrar upplýsingar er að finna um hana.