Strax (1986-90)

Saga hljómsveitarinnar Strax er óneitanlega samofin sögu Stuðmanna enda var þetta ein og sama sveitin framan af – útflutningsútgáfa Stuðmanna, segja má að Strax hafi síðar klofnað frá hinum stuðmennska uppruna sínum og orðið að lokum að sjálfstæðri einingu sem fjarskyldur ættingi. Upphaf Strax má rekja til Kínaferðar Stuðmanna en forsagan er sú að árið…

Grafík (1981-)

Hljómsveitin Grafík frá Ísafirði er líklega þekktasta hljómsveit Vestfjarða en sveitin gaf út fimm ólíkar plötur sem allar fengu prýðilega dóma, hún ól jafnframt af sér tvo af þekktustu söngvurum íslenskrar poppsögu og tveir meðlimir hennar í viðbót hafa sent frá sér fjölda sólóplatna. Stofnun sveitarinnar átti sér nokkurn aðdraganda en flestir meðlimir hennar höfðu…

Bara-flokkurinn (1980-84)

Bara-flokkurinn (Baraflokkurinn) frá Akureyri var fyrsta hljómsveitin frá Akureyri fyrir utan Hljómsveit Ingimars Eydal sem náði almennri athygli og hylli en hún var þó svolítið eyland mitt í flóru pönksins sem var í gangi um og eftir 1980 og fannst mörgum sveitum eiga illa heima í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Hún var þó ágætt dæmi…

Drýsill (1983-86)

Þungarokkssveitin Drýsill starfaði um þriggja ára skeið um miðjan níunda áratug liðinnar aldar og gaf út eina plötu. Stofnmeðlimir Drýsils voru þeir Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Einar Jónsson gítarleikari en sveitin var stofnuð um haustið 1983. Reyndar hafði Eiríkur, sem hafði frumkvæðið að stofnun sveitarinnar, fyrst prófað…