Trixon (1961-63)

Hljómsveit Trixon starfaði um tveggja ára skeið í Kópavogi á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Trixon var stofnuð 1961 og voru meðlimir sveitarinnar Magnús Már Harðarson trommuleikari, Jóhannes Arason píanóleikari, Birgir Kjartansson gítarleikari, Baldvin Halldórsson gítarleikari og Björn Brynjólfsson söngvari. Ómar Bergmann var líklega bassaleikari sveitarinnar og Hans Kristjánsson saxófónleikari var um tíma í…

Prisma [annað] (1973-2001)

Prentsmiðjan og auglýsingastofan Prisma starfaði í Hafnarfirði um árabil og var í eigu þeirra Baldvins Halldórssonar (bróður Björgvins Halldórssonar), Ólafs Þ. Sverrissonar og eiginkvenna þeirra. Prisma var stofnuð 1973 og var meginþorri íslenskra plötuumslaga á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar unninn í prentsmiðjunni, Prisma var 1998 sameinuð prentsmiðjunni Prentbæ og kallaðist eftir það Prisma-Prentbær…

Halldór Laxness – Efni á plötum

Halldór Laxness og Davíð Stefánsson – Tveir þjóðskörungar íslenzkra bókmennta Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 9 Ár: 1964 1. úr Brekkukotsannáli 2. Askurinn 3. Sálin hans Jóns míns 4. Hallfreður vandræðaskáld 5. Vornótt 6. Minning 7. Sorg 8. Ég sigli í haust Flytjendur Halldór Laxness – upplestur Davíð Stefánsson frá Fagraskógi – upplestur Halldór Laxness – Sagan…

Lion tríóið (1959-69)

Baldvin Halldórsson (bróðir Björgvins Halldórssonar, Njáll Sigurjónsson og Grétar Oddsson voru meðlimir Lion-tríósins (sem ein heimild kallar reyndar Lyon-tríóið) sem starfaði að minnsta kosti 1959 og 60. Þeir félagar voru þá allir ungir að árum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra félaga.