Bambino [1] (1962)

Hljómsveitin Bambino (einnig nefnd Bambino kvintett) starfaði sumarið 1962. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hugsanlega var Rútur Hannesson eitthvað viðriðinn hana. Sigurður Johnny söng  með sveitinni en annað liggur ekki fyrir um Bambino.

Bambino [2] (um 1965)

Hljómsveit skipuð ungum meðlimum var starfandi á Akureyri um eða fyrir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Bambino. Einn meðlima þeirrar sveitar var Gestur Pálsson en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana.

Siggi Johnny (1940-2016)

Sigurður (Siggi) Johnny Þórðarson, dansk-íslenskur söngvari telst vera einn fyrsti rokksöngvari Íslands, engar plötur komu þó út með söng hans fyrr en 1984 og má rekja það til sterks dansks framburðar hans á yngri árum. Blómatími Sigurðar Johnny var klárlega síðari hluti sjötta áratugar tuttugustu aldarinnar og fyrri hluti þess sjöunda en það var um…