Hljómsveit Neskaupstaðar (1951-58)

Hljómsveit Neskaupstaðar (einnig stundum nefnd Danshljómsveit Neskaupstaðar) starfaði á Norðfirði á sjötta áratug síðustu aldar. Elstu heimildir um þessa sveit eru frá árinu 1951 en hún mun hafa starfað allt til 1958, hún lék mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð og nágrenni og t.a.m. mun hún hafa leikið alloft á böllum tengdum sumarhátíðum og héraðsmótum sjálfstæðismanna…

Big band Birgis Sveinssonar (1983)

Árið 1983 var starfandi hljómsveit undir nafninu Big band Birgis Sveinsonar og hefur sú sveit án nokkurs vafa verið angi af Lúðrasveit Mosfellssveitar sem Birgir stjórnaði. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast.

Danshljómsveit Keflavíkur (1958-63)

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur (Hljómsveit Keflavíkur) sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar. Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar H. Norðdahl frá 1958 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk…

Jónas [1] (1985)

Hljómsveitin Jónas úr Hveragerði tók þátt í Músíktilraunum 1985 en meðlimir hennar voru Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari (Nonni og mannarnir, Á móti sól o.fl.), Ágúst Jóhannsson bassaleikari, Magnús Snorrason söngvari og gítarleikari og Birgir Sveinsson trommuleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar en varð líkast til skammlíf. Sveit með þessu nafni var starfandi í Árnessýslu 1988 en…