So what (1995-97)

So what var djassband sem starfaði undir lok síðustu aldar, sveitin var að öllum líkindum FÍH-band en hún sérhæfði sig í tónlist frá árunum 1930-60. So what var stofnuð árið 1995, líklega um haustið og fljótlega hóf hún að leika fyrir matargesti og fyrir dansi á Hótel Borg þar sem hún kom oftast fram, en…

Man (1994-96)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Man frá Mosfellsbæ sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994, komst þar í úrslit og var kjörin athyglisverðasta sveitin. Meðlimir Man voru þar Valdimar Kristjánsson trommuleikari, Steinar Gíslason gítarleikari og söngvari og Birgir Thorarensen bassaleikari og söngvari, reyndar mun Áslaug Kristjánsdóttir hafa verið söngkona í sveitinni einnig…

Tré (1996)

Hljómsveitin Tré birtist skyndilega með plötu fyrir jólin 1996 en sveitin hafði þá ekki beinlínis verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Tré var tríó sem hafði tveim árum áðum keppt í Músíktilraunum Tónabæjar undir nafninu Man og var þar kjörin athyglisverðasta sveit tilraunanna það árið en tónlist hennar var tilraunakennd, meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gíslason söngvari…