Söngfélag Biskupstungna (1972)

Söngfélag Biskupstungna var skammlífur blandaður kór sem stofnaður var í upphafi árs 1972 innan Ungmennafélags Biskupstungna gagngert til að syngja á tónleikum um vorið, að minnsta kosti varð ekki framhald á söngnum eftir þá tónleika. Það var Loftur Loftsson sem stjórnaði Söngfélagi Biskupstungna en tvennir tónleikar voru haldnir í félagsheimilinu Aratungu í maí 1972, kórinn…

Barna- og kammerkór Biskupstungna (1991-2008)

Mjög öflugt barnakórastarf hófst í Biskupstungunum þegar Hilmar Örn Agnarsson réðist þangað sem dómorganisti við Skálholtskirkju árið 1991 en hann hafði þá helst vakið athygli sem bassaleikari hljómsveitarinnar Þeys tíu árum fyrr. Hilmar Örn reif upp tónlistarlífið í hreppnum og stofnaði þá m.a. Barnakór Biskupstungna og stjórnaði honum þar til yfir lauk vorið 2008. Kórinn…

Karlakór Biskupstungna (1926-56)

Karlakór Biskupstungna starfaði í áratugi undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu en kórinn æfði iðulega á heimili hans, Þorsteinn mun einnig hafa stofnað kórinn. Þessi kór starfaði að því er virðist nokkuð samfellt í þrjá áratugi, frá árunum 1926 til 1956 – og jafnvel til 1958, undir stjórn Þorsteins. Upphaflega voru tíu söngvarar í…

Eiríkur Bjarnason – Efni á plötum

Liðnar stundir: Frændurnir Eiríkur Bjarnason frá Bóli & Bjarni Sigurðsson frá Geysi – ýmsir Útgefandi: Bjarni Sigurðsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Ljósbrá 2. Bíóvalsinn 3. Kvöld í Gúttó 4. Meðan blómin sofa 5. Gunna í síldinni 6. Ljósbrá 7. Biskupstungur 8. Maínætur 9. Ég gleymi því aldrei 10. Hálkublettir 11. Á ballið ég…