Fljótið sem rann (1990)

Hljómsveitin Fljótið sem rann starfaði innan Grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri 1990 og líklega eitthvað lengur. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ólafur Fannar Vigfússon, Einar Árni Kristjónsson, Bjarni Rúnar Hallsson og Guðmundur Ragnar Pálsson. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en upplýsingar þess eðlis væru vel þegnar.

Mictian (2000-01)

Svartmálmshljómsveitin Mictian starfaði í rúmlega ár um síðustu aldamót, eftir því sem heimildir herma. Mictian, sem kom úr Reykjavík og Kópavogi, lék á að minnsta kosti einum tónleikum haustið 2000 en um vorið 2001 sendi sveitin frá sér fimm laga (ásamt leynilagi) stuttskífuna The way to Mictian, um svipað leyti tók sveitin þátt í Músíktilraunum…

Baggabandið [3] (1993-95)

Hljómsveitin Baggabandið starfaði á Kirkjubæjarklaustri á tíunda áratug síðustu aldar og mun hafa leikið á böllum eystra. Upplýsingar um sveitina eru takmarkaðar, ekki liggur t.d. fyrir um hvenær hún var stofnuð en haustið 1993 gekk Eyþór Rafn Gissurarson gítarleikari til liðs við hana, hann tók við af Guðna Má Sveinssyni en aðrir meðlimir Baggabandsins voru…