Hljómsveit Steingríms Stefánssonar (1978-89)

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar á Akureyri starfaði um árabil á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék við nokkrar vinsældir á Akureyri og nærsveitum en fór einnig víðar um norðan- og austanvert landið með spilamennsku og jafnvel allt suður til Stöðvarfjarðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af Steingrími Stefánssyni en hann var gamalreyndur reynslubolti úr…

Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Fjórir félagar [3] (1989)

Haustið 1989 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Fjórir félagar, og sinnti ballspilamennsku á norðanverðu landinu. Sveitin starfaði líklega aðeins fram að áramótum 1989-90 en meðlimir hennar voru þeir Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Stefánsson trommu- og harmonikkuleikari, Viðar Garðarsson bassaleikari og Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari.

Gústavus (1970-78)

Ballhljómsveitin Gústavus (stundum ritað Gústafus) starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og lék tónlist fyrir alla aldurshópa. Sveitin var stofnuð sumarið 1970 og voru meðlimir hennar í upphafi Guðmundur Meldal trommuleikari, Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Björgvin Baldursson gítar- og harmonikkuleikari. Sveitin þótt leika meira rokk en…

Portó (1981-85)

Danshljómsveitin Portó var starfrækt á Akureyri á árunum 1981 til 1985 að minnsta kosti. Sveitin sem var stofnuð haustið 1981 lék einkum á heimaslóðum norðanlands og voru meðlimir hennar Erla Stefánsdóttir söngkona, Guðmundur Meldal trommuleikari, Frosti Meldal bassaleikari, Fróði Oddsson gítarleikari, Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari og Sverrir Meldal hljómborðsleikari. Ekki er kunnugt um mannabreytingar…