Stegla (2000)

Harðkjarnasveitin Stegla mun hafa starfað í nokkra mánuði aldamótaárið 2000 en hugsanlega var sveitin stofnuð árið 1999. Sveitin spilaði nokkuð vorið og sumarið 2000, m.a. á tónleikum Hins hússins og á Ringulreið rokkhátíðinni en meðlimir sveitarinnar voru Björn Stefánsson söngvari (Mínus o.fl.), Magnús Örn Magnússon trommuleikari (Gyllinæð o.fl.), Ragnar [?] bassaleikari og Kristján [?] gítarleikari.…

Spitsign (1997-98)

Hljómsveitin Spitsign gegnir stærra hlutverki en margir gera sér grein fyrir í þeirri harðkjarnasenu sem myndaðist hér á landi í kringum aldamótin 2000 en segja má að sveitin hafi að nokkru leyti mótað og rutt brautina fyrir þær harðkjarnasveitir sem á eftir komu, m.a. með þátttöku sinni í Músíktilraunum – hljómsveitin Mínus varð eins konar…

Thundergun (1999-2001)

Hljómsveitin Thundergun starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum síðustu aldamót. Sveitin spilaði rokk í þyngri kantinum og voru meðlimir hennar Andri Freyr Viðarsson gítarleikari (Fídel, Botnleðja o.fl.), Björn Stefánsson trommuleikari (Mínus o.m.fl.) Alli [Aðalsteinn Möller?] bassaleikari og Kolli [Kolbeinn Hugi Höskuldsson?] gítarleikari, einnig gæti bróðir Andra, Birkir Fjalar Viðarsson, hafa verið í Thundergun. Thundergun starfaði líklega…