Sigurður Sigurðsson heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2015

Við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2015 sl. laugardag, var Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari og söngvari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur. Sigurður hefur verið  áberandi í íslenskri blústónlist áratugum saman, hann var söngvari og blés í munnhörpu með hljómsveitinni Kentár (Centaur) sem stofnuð var árið 1982. Kentár var öflug tónleikasveit sem kom með ferska strauma inn í blúslíf landsmanna.…

Blúshátíð í Reykjavík 2015: blúsdjamm – blúsvagn – blúsgetraun

Blúshátíð í Reykjavík 2015 hefst í dag með pompi og prakt en þá verða ýmsar uppákomur í miðbænum tengdar hátíðinni. Fyrst ber að nefna Blúsdjamm þar sem valinkunni eðalblúsarar hita upp fyrir blúshátíðina á Bókatorginu við aðalinngang Borgarbókasafnsins í Grófinni klukkan 16, aðgangur er ókeypis. Blúsvagn hefur ennfremur verið ræstur í Borgarbókasafninu og mun hann…

Blúshátíð í Reykjavík 2015 að hefjast

Blúshátíð í Reykjavík hefst nú um helgina með Blúsdegi í miðborginni. Þá verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2015 á Skólavörðustígnum, bílaklúbburinn Krúser verður með bílasýningu, auk þess sem boðið verður upp á grilluð svínarif, bacon, pylsur og uppákomur á stígnum milli klukkan 14 og 17 á laugardaginn, tónleikar verða á Borgarbókasafninu klukkan…

Blúshátíð í Reykjavík 2015

Blúshátíð í Reykjavík 2015 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut, dagana 28. mars. til 2. apríl nk. Hátíðin er helguð 100 ára fæðingarafmæli Muddy Waters og Wille Dixon. Aðalgestir hátíðarinnar eru: – Bob Margolin, blúsgítarleikari ársins 2005 og 2008. – Debbie Davis, blúsgítarleikari ársins 1997 og 2010. – Bob Stroger, bassaleikari ársins 2011 og 2013. –…