Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Setuliðið (1993 / 1996)

Setuliðið var hljómsveit sett saman fyrir tónleikadagskrá á Hótel Borg vorið 1993 þar sem söngtríóið Borgardætur söng stríðsáralög í anda Andrews systra en sveitin lék þar með þeim stöllum. Setuliðið lék undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar sem lék á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Þórður Högnason bassaleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Sigurður Flosason saxófón- og…

Borgardætur (1993-)

Söngtríóið Borgardætur hafa skemmt landsmönnum allt frá árinu 1993 þótt þær hafi ekki starfað samfleytt síðan þá, þær hafa sent frá sér þrjár plötur. Hugmyndin að Borgardætrum mun hafa komið frá Andreu Gylfadóttur söngkonu sem þá hafði gert garðinn frægan með Grafík og Todmobile en hana langaði til að prófa þríradda söng í anda Andrews…