Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Lótus [2] (1982-90)

Lótus frá Selfossi var ein kunnasta sveitaballasveit Suðurlands um árabil. Sveitin var stofnuð sumarið 1982 upp úr hljómsveitinni Stress og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Gunnar Árnason gítarleikari (síðar hljóðmaður), Kjartan Björnsson söngvari, Hróbjartur Örn Eyjólfsson bassaleikari, Bragi Vilhjálmsson gítarleikari, Heimir Hólmgeirsson trommuleikari og Hilmar Hólmgeirsson hljómborðsleikari. Helgi E. Kristjánsson leysti síðan Hróbjart af…