Varð (1998)

Hljómsveitin Varð var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og lenti þar reyndar í öðru sæti. Sveitin átti lög á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið. Meðlimir Varð voru Hallvarður Ásgeirsson söngvari og gítarleikari, Jón Indriðason trommuleikari, Georg Bjarnason bassaleikari og Brynjar M. Ottósson gítarleikari.

Invictus (1991-93)

Hljómsveitin Invictus starfaði á höfuðborgarsvæðinu í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1991 en engar upplýsingar finnast um hversu lengi hún starfaði, Pétur Ingi Þorgilsson einn meðlima sveitarinnar lést 1993 og er hér því giskað á að sveitin hafi starfað til þess tíma. Aðrir meðlimir Invictus voru líklega Georg Bjarnason bassaleikari, Brynjar M.…

Neol Einsteiger (1994)

Hljómsveitin Neol Einsteiger var stofnuð gagngert til að gefa út tónlist eftir Pétur Inga Þorgilsson sem lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri. Það voru vinir Péturs sem stóðu að útgáfunni en hann hafði skilið eftir sig mikinn fjölda laga og vildu vinirnir heiðra minningu hans með plötunni Heitur vindur … og þá hefst rigningin.…