Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Fjögur á palli [1] (2002)

Kvartettinn Fjögur á palli var settur saman fyrir uppfærslu á söngleiknum Þið munið hann Jörund, sem Leikfélag Húsavíkur setti á svið snemma á árinu 2002. Nafn sveitarinnar vísar auðvitað til þjóðlagasveitarinnar Þriggja á palli sem fluttu tónlistina í sams konar sýningu þremur áratugum fyrr. Meðlimir Fjögurra á palli voru þau Sigurður Illugason söngvari og gítarleikari…

Echoes (2006 -)

Hljómsveitin Echoes var norðlenskt Pink Floyd tribute band, stofnað 2006. Upphaflega var það dúett þeirra Borgars Þórarinssonar og Einars Guðmundssonar (Einars Höllu) með kassa- og rafgítara. Knútur Emil Jónasson bassaleikari bættist í hópinn og þannig léku þeir með undirleik af playbacki. Trausti Már Ingólfsson trommuleikari (Stuðkompaníið o.fl.) bættist enn í hópinn og sveitin fór nú…