Sex á sviði (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Sex á sviði, hverjir skipuðu hana og hvenær. Heimild hermir að sveitin hafi verið skipuð íslensku tónlistarfólki í Svíþjóð, önnur heimild segir að þarna sé á ferðinni hljómsveitin Diabolus in musica á fyrri stigum. Ekkert er hins vegar að finna um hvort þetta sé sama sveitin eða tvær mismunandi hljómsveitir.

Diabolus in musica (1975-81)

Kammerpoppsveitin Diabolus in musica var í upphafi tilraunastarfsemi nokkurra reykvískra menntaskólanema. Sveitin gaf út tvær plötur með mismunandi liðsskipan, og ól af sér nokkra landsþekkta tónlistarmenn. Sveitin skipar sér í hóp með öðrum viðlíka hljómsveitum sem þá voru starfandi, sveitum eins og Þokkabót, Melchior og jafnvel Spilverki þjóðanna. Upphaf Diabolus in musica má rekja til…

Gabríellurnar (1974-75)

Söngtríóið Gabríellurnar var starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og 75, og kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum skólanum og utan hans. Upphaflega hét tríóið Utanskólasystur en á prógramminu þeirra var lag sem hét Gabriela, smám saman festist það nafn við þær. Tríóið skipuðu þær systur Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur, auk Jóhönnu V. Þórhallsdóttur…