Jazz [fjölmiðill] (1947)

Tímaritið Jazz kom út 1947 á vegum Tages Ammendrup, sem jafnframt var ritstjóri blaðsins. Alls komu út sjö tölublöð af Jazzi og var blaðið einkar fjölbreytilegt að efni, í því var að finna greinar um djasstónlistarfólk íslenskt sem erlent og fréttir úr djassheiminum, auk þess sem blaðið hafði að geyma bréf frá lesendum, plötufréttir, nótur…

Jón Múli Árnason (1921-2002)

Líklega eru fá nöfn jafn samtvinnuð Ríkisútvarpinu og nafn Jóns Múla Árnasonar þular. Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir þularhlutverk sitt kom Jón Múli (f. 1921) þó með margs konar hætti að tónlist. Hann nam hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945-46 og lærði einnig söng hjá Pétri Á. Jónssyni óperusöngvara 1951 og 52. Jón…