Fimm í fullu fjöri (1958-60)

Fimm í fullu fjöri hefur oft verið nefnd fyrsta íslenska rokksveitin og um leið fyrsta íslenska unglingasveitin. Líklega er þarna nokkuð fast að orði kveðið en sveitin var allavega fyrsta sveitin af því tagi sem náði almennri hylli. Sveitin var skipuð nokkrum ungum hljóðfæraleikurum sem jafnvel þóttu nokkuð villtir og mun sveitin jafnvel stundum hafa…

Stuðlatríó (1965-91)

Stuðlatríó(ið) (sem upphaflega kom úr Kópavogi) starfaði um ríflega tuttugu og fimm ára skeið (með hléum þó) á síðari hluta liðinnar aldar. Eftir nokkra rannsóknarvinnu er niðurstaðan sú að Stuðlatríóið og Stuðlar sé sama sveitin og hún hafi gengið undir mismunandi nöfnum eftir meðlimafjölda hverju sinni, gengið er út frá því þar til annað kemur…