Salernir [1] (1984-85)

Hljómsveitin Salernir mun hafa verið starfandi í Keflavík a.m.k. veturinn 1984-85. Einar Falur Ingólfsson, Kristján Kristmannsson, Kristinn Edgar Jóhannsson, Bjarni Thor Kristinsson, Þröstur Jóhannesson og Jón Ben Einarsson voru meðlimir hennar en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.  

Qtzjí qtzjí qtzjí (1983-85)

Hljómsveit úr Keflavík, starfandi 1983-85, kallaði sig þessu einkennilega nafni. Einhverjir meðlimanna höfðu verið í Vébandinu sem hætti störfum litlu fyrr. Qtzjí qtzjí qtzjí (gæti reyndar hafa heitað Qtzjí qtzjí) var skráð til leik í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985 en mætti ekki til leiks. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi Eðvarð F. Vilhjálmsson trommuleikari, Einar Falur…

Vébandið (1981-83)

Nýbylgjusveitin Vébandið frá Keflavík, starfaði um tveggja ára skeið á árunum 1981-83 og var meðal þeirra sveita sem kepptu í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982, hún komst ekki í úrslit en vakti nokkra athygli og lék á fjölmörgum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu um þetta leyti. Vébandið var stofnað af Ragnari Júlíusi Hallmannssyni trommuleikara, Georg…