Skuggar [2] (1960-62)

Fjölmargar heimildir er að finna um keflvíska skólahljómsveit sem starfrækt var í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar enda var þessi sveit að einhverju leyti forveri hinna einu sönnu Hljóma frá Keflavík, gallinn er hins vegar að heimildirnar eru bæði misvísandi og sundurleitar og því verður að geta nokkuð inn í eyðurnar. Svo virðist sem hljómsveitin…

Blindhæð (1975)

Hljómsveit sem kallaðist Blindhæð starfaði í tvo eða þrjá mánuði á Akureyri vor og sumar 1975 og lék það sem kallað var soft rokk. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarki Tryggvason söngvari og bassaleikari, Árni Friðriksson trommuleikari, Eiríkur Jóhannsson gítarleikari og Gunnar Ringsted gítarleikari.

Óðmenn (1966-68 / 1969-70)

Óðmenn voru í raun tvær hljómsveitir þó að hér sé fjallað um hana sem eina, Jóhann G. Jóhannsson myndaði þær báðar en þær voru að öðru leyti alls óskyldar, bæði meðlima- og tónlistarlega séð. Síðari útgáfa hennar var að mörgu leyti frumkvöðlasveit í margs konar skilningi og starfaði að flestra mati í allt of skamman…

DES (1982-84)

Akureyska hljómsveitin DES (stundum nefnd Dez) starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin sem skilgreindi sig sem nýbylgjusveit var stofnuð um vorið 1982 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Eiríkur Jóhannsson gítarleikari, Jónas Þór Guðmundsson bassaleikari og Gunnlaugur Stefánsson trommuleikari. Fjórði meðlimurinn, Orri Árnason söngvari bættist í hópinn…