Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…

Beatniks [1] (1961-63)

Hljómsveitin Beatniks frá Keflavík var starfrækt 1961-63 og hafði á að skipa ekki ómerkari mönnum en Þorsteini Eggertssyni söngvara (og síðar einum afkastamesta textahöfundi landsins) og Eggert Kristinssyni trommuleikara (Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Hljómar o.fl.). Guðrún Frederiksen söng einnig með sveitinni en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Edward Frederiksen píanóleikari, Björn Jónsson gítarleikari og Eiríkur Sigtryggsson bassaleikari.…