Hörður G. Ólafsson (1953-)

Sauðkrækingurinn Hörður G. Ólafsson er líkast til þekktastur fyrir tónsmíði sína Eitt lag enn sem sló rækilega í gegn árið 1990 sem framlag Íslands í Eurovision og hafnaði að lokum í fjórða sæti lokakeppninnar. Hörður hefur þó samið fjölmörg önnur lög og þar af eru nokkur þekkt, auk þess hefur hann sent frá sér sólóplötu…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Söngvakeppni Sjónvarpsins 1990 – Eitt lag enn / One more song

Snemma árs 1990 var flautað til leiks í nýrri undankeppni, og fyrirkomulag svipað því gamla tekið upp aftur. Áhugi fyrir keppninni glæddist nú á nýjan leik og yfir tvö hundruð lög bárust í hana, tólf þeirra voru valin í tvo undanúrslitaþætti og sex þeirra kepptu síðan í úrslitum sem fram fóru 10. febrúar. Það voru…