Spottarnir [1] (1983)

Snemma árs 1983 tróð upp eins konar hljómsveit kvenna undir nafninu Spottarnir á Hótel Borg og var þar meðal upphitunaratriða fyrir Egó sem þar hélt tónleika. Ekki liggur fyrir hvort um eiginlega hljómsveit var að ræða eða einhvers konar tónlistargjörning undir lestri ljóða eftir Skáld-Rósu og Látrar-Björgu. Meðlimir Spottanna voru Brynhildur Þorgeirsdóttir sem var vopnuð…

Tjúttlingar (1984)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um nýbylgjusveitina Tjúttlinga sem mun hafa starfað árið 1984 en meðal meðlima hennar voru Ella Magg (Elín Magnúsdóttir), Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson. Upplýsingar vantar um aðra Tjúttlinga ef einhverjir voru, og á hvaða hljóðfæri framangreindir spiluðu á. Frekari upplýsingar óskast þess vegna.

Hljómsveit Ellu Magg (1981)

Hljómsveit Ellu Magg var skammlíf „hljómsveit“ starfandi 1981, sem gerði út á að ganga fram af fólki með hávaðatónlist sinni. Meðlimir sveitarinnar voru Völundur Óskarsson, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson, Þorvar Hafsteinsson, Ásta Ríkharðsdóttir, Hulda H. Hákonardóttir, Hörður Bragason, Finnbogi Pétursson, Jón Steinþórsson (Jón Skuggi) og Ella Magg (Elín Magnúsdóttir). Þorvar og Ella sáu um sönginn en…