Stúlknakór Víðistaðaskóla (1973-74)

Kór var starfræktur við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði veturinn 1973-74 undir nafninu Stúlknakór Víðistaðaskóla og kom hann fram eitthvað opinberlega sumarið 1974 í tengslum við 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, sem haldið var upp á um land allt. Það var Elínborg Loftsdóttir sem var stjórnandi kórsins en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.

Gammar [1] (1974-77)

Söngkvintett starfaði á Akureyri á árunum 1974 til 1977 undir nafninu Gammar. Gammarnir munu hafa komið fram opinberlega á nokkrum söngskemmtunum nyrðra áður en kvintettinn kom fram í sjónvarpsþætti síðsumars 1975. Þær sjónvarpsupptökur eru nú glataðar eins og svo margt frá upphafsárum Ríkissjónvarpsins en einhverjar upptökur frá æfingum hópsins hafa verið varðveittar. Annars sungu Gammar…

Kór Lundarskóla (1978-2011)

Barnakór starfaði við Lundarskóla á Akureyri í yfir þrjátíu ár undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Elínborg stofnaði Kór Lundarskóla / Barnakór Lundarskóla haustið 1978 og eftir því sem næst verður komist var hún alla tíð stjórnandi kórsins eða til ársins 2011. Kórinn söng mest á heimaslóðum á Akureyri en kom mjög oft fram á kóramótum víða…