Afmælisbörn 16. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 16. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Anna og grafararnir (1982)

Nýbylgjupönksveitin Anna og grafararnir starfaði um skamma hríð vorið og sumarið 1982 en hún var í raun eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Handan grafar sem hafði starfað haustið á undan (1981). Meðlimir Önnu og grafaranna voru þau Árni Daníel Júlíusson og Egill Lárusson (sem höfðu áður starfað saman í Taugadeildinni) sem léku á hljóðgervla og söngkonan…

Ósómi (1982)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Ósóma enda mun hún hafa verið skammlíf sveit og e.t.v. ekki spilað opinberlega utan þess er hún kom fram á Risarokk tónleikunum sem haldnir voru í Laugardalshöllinni haustið 1982. Ósómi hafði að geyma meðlimi úr pönksveitunum Q4U og Sjálfsfróun en sveitirnar tvær höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk…

Purpurarauðir demantar (um 1990)

Elínborg Halldórsdóttir (Elly, jafnan kennd við Q4U) mun einhverju sinni hafa verið í hljómsveit sem bar heitið Purpuralitir demantar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en reikna má með að hún hafi verið starfandi á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða fyrri hluta þess tíunda.

Þetta er bara kraftaverk (1985)

Syntapoppsveitin Þetta er bara kraftaverk átti rætur sínar að rekja til pönksins og var eðlilegt framhald af pönksveitinni Q4U sem tveir meðlimanna, Elínborg Halldórsdóttir (Ellý) og Árni Daníel Júlíusson höfðu verið í. Þetta er bara kraftaverk var stofnuð vorið 1985 en starfaði einungis um nokkurra mánaða skeið fram á haust. Auk þeirra Ellýjar og Árna…