Gullkorn (um 1976)

Hljómsveitin Gullkorn ku hafa starfað innan Menntaskólans við Tjörnina um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin var að minnsta kosti starfandi 1976 og hugsanlega í nokkur ár eftir það, jafnvel til ársins 1979. Meðlimir Gullkorns/Gullkorna voru þeir Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari, Erling S. Kristmundsson trommuleikari og Hafsteinn Andrésson bassaleikari, ekki liggur fyrir…

Draumsýn [1] (1977)

Afar litlar upplýsingar liggja fyrir um ballhljómsveitina Draumsýn sem starfaði að minnsta kosti 1977. Michael Clausen gítarleikari [?] og Erling Kristmundsson trommuleikari [?] voru þó meðal sveitarliða en þeir störfuðu síðar saman í hljómsveitinni Basil fursta. Lesendur mega fylla inn í eyðurnar um Draumsýn ef þeir hafa frekari upplýsingar um hana.

E.K. Bjarnason band (1982)

Hljómsveitin E.K. Bjarnason band starfaði 1982 og tók þá þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst alla leið í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn Emil Karl Bjarnason bassaleikari, Guðmundur Pálsson söngvari og gítarleikari, Pétur Eggertsson söngvari og gítarleikari, Ingólfur Sigurðsson söngvari og Erling Kristmundsson trommuleikari (Basil fursti, Nátthrafnarnir o.fl.).