Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Bluebirds (1963-66)

Hljómsveit að nafni Bluebirds lék í fjölmörg skipti í klúbbum á Keflavíkurflugvelli á árunum 1963-66. Ekki liggur fyrir hvort sveitin var sett saman sérstaklega fyrir þessi gigg á Vellinum eða hvort um var að ræða aðra sveit sem kallaði sig þessu nafni við þau tækifæri, t.d. Hljómsveit Guðmundur Ingólfssonar úr Keflavík sem skipuð var sömu…

Danshljómsveit Keflavíkur (1958-63)

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur (Hljómsveit Keflavíkur) sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar. Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar H. Norðdahl frá 1958 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk…