Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Sextett Berta Möller (1960-62)

Sextett Berta Möller var í raun sama sveit og Falcon sem þá hafði starfað í um þrjú ár í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar en ástæðan fyrir nafnabreytingunni var sú að einhver blaðaskrif höfðu þá orðið um að íslenskar hljómsveitir bæru erlend nöfn í stað íslenskra og vildi greinarhöfundur breytingar þar á. Sextett Berta Möller…

Sexin (1963-64)

Hljómsveitin Sexin starfaði veturinn 1963-64 og mun mestmegnis hafa spilað í Silfurtunglinu. Meðlimir hennar voru Jón Tynes [bassaleikari?], Magnús Eiríksson gítarleikari, Jón Lýðsson trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, Eyjólfur Melsteð trompetleikari og Guðmundur Frímannsson sem líklega lék á gítar, allir fremur ungir að árum. Vorið 1964 var auglýst sérstaklega að sveitin léki lög með Beatles.

Falcon [1] (1957-60)

Hljómsveitin Falcon var starfrækt í Reykjavík um þriggja ára skeið í kringum 1960. Sveitin lék einkum á ballstöðum höfuðborgarinnar og fór lítið út á landsbyggðina. Eins og yfirleitt var í auglýsingum þess tíma var bætt aftan við nafn sveitarinnar kvintett eða sextett eftir stærð hennar í hvert sinn, þannig gekk hún ýmist undir nafninu Falcon…