Söngfélagið Röst (1971)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngfélagið Röst sem starfaði á Eyrarbakka veturinn 1971-72 undir stjórn Ingimars Pálssonar kaupfélagsstjóra. Röst (sem í einni heimild er kallað Raust) söng á einum tónleikum í Hlíðardalsskóla í Ölfusi en Ingimar stjórnandi var fyrrverandi nemandi þar.

Söngfélagið Bára (1883-1903)

Blómlegt tónlistarlíf var á Eyrarbakka undir lok 19. aldar enda kemur mikil tónlistarætt frá svæðinu, þar var m.a. söngfélag, blandaður kór sem starfaði um tveggja áratuga skeið og hélt úti öflugu söngstarfi. Söngfélagið sem ýmist er í heimildum kallað Söngfélag Eyrarbakka (Söngfélag Eyrbekkinga) eða Söngfélagið Bára (Báran) var stofnað árið 1883 á Eyrarbakka, litlar upplýsingar…

Skólakór Barnaskólans á Eyrarbakka (um 1915)

Kór sem starfræktur var við Barnaskólann á Eyrarbakka er að öllum líkindum fyrsti skólakór og um leið fyrsti barnakór sem starfaði hér á landi. Barnaskólinn á Eyrarbakka hafði þá starfað allt frá árinu 1852. Þegar Helgi Hallgrímsson (faðir dr. Hallgríms Helgasonar tónskálds) gerðist kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka haustið 1913 setti hann á fót kór…

Guðmunda Nielsen (1885-1936)

Guðmunda Nielsen er kunn sem eitt fyrsta íslenska kventónskáldið, hún var auk þess kórastjórnandi á Eyrarbakka og tónlistarkennari og átti sinn þátt í að efla tónlistarlíf á Eyrarbakka og þar um kring á fyrstu áratugum síðustu aldar. Guðmunda (f. 1885) var dóttir kaupmannshjóna á Eyrarbakka, faðir hennar var danskur en móðirin íslensk. Hún fæddist á…