Færibandið [5] (2004)
Árið 2004 var hljómsveit starfandi innan Marels í Hafnarfirði undir nafninu Færibandið. Meðlimir sveitarinnar voru starfsmenn fyrirtækisins en upplýsingar vantar um þá sem og hljóðfæraskipan.
Árið 2004 var hljómsveit starfandi innan Marels í Hafnarfirði undir nafninu Færibandið. Meðlimir sveitarinnar voru starfsmenn fyrirtækisins en upplýsingar vantar um þá sem og hljóðfæraskipan.
Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Færibandið á Norðfirði árið 2010. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan o.fl. sem að gagni kemur.
Þrátt fyrir nokkurn fjölda hljómsveita sem borið hafa nafnið Færibandið virðist sú fyrsta ekki hafa verið starfrækt fyrr en við lok níunda áratugar síðustu aldar, þá starfaði sveit undir þessu nafni árið 1989 á Selfossi og var skipuð nokkrum ungum tónlistarmönnum sem flestir áttu eftir að koma víða við sögu í sunnlensku tónlistarlífi. Færibandið starfaði…
Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Akranesi sem starfaði við lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000, undir nafninu Færibandið. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit utan ofangreindra atriða en hún mun hafa verið í einhvers konar samstarfi við Grundartangakórinn á einhverjum tímapunkti auk þess að leika á þorrablótum og…
Færibandið var hljómsveit starfandi á Húsavík eða nágrenni síðustu ár síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þessa öld, sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum en einnig inni á Akureyri og víðar. Sveitin var stofnuð haustið 1998 og var Gunnar Illugi Sigurðsson trommuleikari meðal meðlima í henni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi…
Hljómsveitin Færibandið starfaði á Ísafirði árið 2004 en sveitin var skipuð kennurum við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ekki liggur þó fyrri hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Færibandsins voru Hulda Bragadóttir, Sigurður Friðrik Lúðvíksson, Tumi Þór Jóhannsson, Olavi Körre og Guðrún Jónasdóttir, Guðrún mun hafa sungið með sveitinni en upplýsingar óskast um hljóðfæraskipan hennar.
Kósínus (Cosinus) var hljómsveit sem lék á böllum víðs vegar um Suðurland 1989 og 1990 en hún var skipuð ungu tónlistarfólki úr Árnes- og Rangárvallasýslum. Hljómsveitin hafði verið starfandi um nokkurra mánaða skeið og með ýmsum mannabreytingum undir nafninu Færibandið, þegar hún hlaut nafnið Kósínus en það gerðist í kjölfar þess að söngkonan Jónína Kristjánsdóttir…