Fíladelfíukórinn í Reykjavík (1950-98)

Fíladelfíukórinn í Reykjavík starfaði innan Fíladelfíusafnaðar Hvítasunnukirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu en söfnuðurinn hefur starfað síðan 1936. Kórinn sendi frá sér nokkrar plötur sem innihélt tónlist með kristilegum boðskap. Ekki liggur alveg fyrir nákvæmlega hvenær Fíladelfíukórinn var stofnaður eða hversu lengi hann starfaði en óformlegar æfingar munu hafa hafist árið 1950 þegar Árni Arinbjarnarson hóf að æfa…

Gnýr (1978-79)

Hljómsveitin Gnýr lék kristilega tónlist og var nokkuð virk í samfélagi Fíladelfíu á árunum 1978 og 79. Meðlimir sveitarinnar voru Matthías Ægisson hljómborðsleikari [?], Marc Haney trommuleikari, Hafliði Kristinsson trompetleikari [?], Guðni Einarsson bassaleikari [?], Ágústa Ingimarsdóttir söngkona [?] og Stefán Yngvason [?]. Óskað er eftir staðfestingum um hljóðfæraskipan og frekari upplýsingum um þessa sveit.

Fíladelfíukvartettinn (1951-61)

Fíladelfíukvartettinn starfaði innan Fíladelfíusafnaðarins um ríflega tíu ára skeið, á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. Um var að ræða söngkvartett sem stofnaður var að frumkvæði Eriks Martinssonar sem var kórstjóri Fíladelfíukórsins um það leyti. Kvartettinn skipuðu Tryggvi Eiríksson, Leifur Pálsson, Dagbjartur Guðjónsson og Þorsteinn Einarsson, hann var mjög virkur í starfinu og söng víða…