Fimm í fullu fjöri (1958-60)

Fimm í fullu fjöri hefur oft verið nefnd fyrsta íslenska rokksveitin og um leið fyrsta íslenska unglingasveitin. Líklega er þarna nokkuð fast að orði kveðið en sveitin var allavega fyrsta sveitin af því tagi sem náði almennri hylli. Sveitin var skipuð nokkrum ungum hljóðfæraleikurum sem jafnvel þóttu nokkuð villtir og mun sveitin jafnvel stundum hafa…

Guðbergur Auðunsson (1942-)

Guðbergur Auðunsson var einn af fyrstu rokksöngvurum íslenskrar dægurlagasögu, hann var þó ekki lengi í rokkinu, varð einn fremsti auglýsingateiknari landsins og sneri sér enn síðar að myndlist og öðrum listum svo listaferill hans spannar fjölbreytileika. Guðbergur fæddist í Hveragerði 1942 en var uppalinn í Reykjavík, hann fór í héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og…