Hinn íslenski dvergaflokkur (1990-92)

Hinn íslenski dvergaflokkur (Dvergaflokkurinn) starfaði innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð á árunum 1990 til 92, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna er það sótt til Hins íslenska þursaflokks og það var tónlistin reyndar líka. Það munu hafa verið Finnur Bjarnason söngvari og Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari sem stofnuðu Hinn íslenska dvergaflokk árið 1990 en…

Síld, ást og ávextir (1987-89)

Hljómsveitin Síld, ást og ávextir starfaði í Álftamýrarskóla um tveggja ára skeið seint á níunda áratug síðustu aldar og hafði m.a. á að skipa meðlimum sem síðar urðu kunnir tónlistarmenn. Sveitin var líklega stofnuð síðla árs 1987 og var enn starfandi haustið 1989, meðlimir hennar voru þeir Egill Sæbjörnsson bassaleikari, Einar Tönsberg hljómborðsleikari, Rafn Marteinsson…

H.A.F. tríóið (1959-62)

Tríóið H.A.F. tríóið starfaði í Mýrdalnum í kringum 1960. Sveitin var stofnuð haustið 1959 en meðlimir voru í byrjun Hróbjartur Vigfússon gítarleikari, Auðbert Vigfússon harmonikkuleikari og Finnur Bjarnason trommuleikari, þannig skipuð starfaði sveitin til ársbyrjunar 1961 en þá bættist saxófónleikarinn Þórir N. Kjartansson (síðar kenndur við Víkurprjón) við. Ári síðar hætti Finnur í sveitinni en…