Hljómsveit Steingríms Stefánssonar (1978-89)

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar á Akureyri starfaði um árabil á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék við nokkrar vinsældir á Akureyri og nærsveitum en fór einnig víðar um norðan- og austanvert landið með spilamennsku og jafnvel allt suður til Stöðvarfjarðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af Steingrími Stefánssyni en hann var gamalreyndur reynslubolti úr…

Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Helena fagra (1986-89)

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Helena fagra, á árunum 1986 til 1989 nánar tiltekið. Helena fagra lék víða á Akureyri, í Eyjafirðinum og nærsveitum á þessum árum og var um tíma eins konar húshljómsveit á Hótel KEA og lék einnig mikið í Sjallanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir…

Gústavus (1970-78)

Ballhljómsveitin Gústavus (stundum ritað Gústafus) starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og lék tónlist fyrir alla aldurshópa. Sveitin var stofnuð sumarið 1970 og voru meðlimir hennar í upphafi Guðmundur Meldal trommuleikari, Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Björgvin Baldursson gítar- og harmonikkuleikari. Sveitin þótt leika meira rokk en…

Gallerí (1989-90)

Akureyska hljómsveitin Gallerí var skammlíf sveit en hún starfaði veturinn 1989-90 og var stofnuð upp úr Helenu fögru sem þá hafði verið starfandi um nokkurra ára skeið nyrðra. Meðlimir Gallerís voru þeir Ari Baldursson hljómborðsleikari, Albert Ragnarsson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari, Geir Rafnsson trommuleikari og Júlíus Guðmundsson söngvari Gallerí starfaði fram á vorið 1990.

París [1] (1985-86)

Hljómsveitin París starfaði á Akureyri í um tvö ár að minnsta kosti um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Júlíus Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. París lék mestmegnis á heimaslóðum og var m.a. húshljómsveit á Hótel KEA um skamman…

Karakter (1988-98)

Akureyska hljómsveitin Karakter starfaði um árabil og skemmti Norðlendingum og öðrum skemmtanaþyrstum Íslendingum með ballprógrammi sínu. Sveitin átti rætur sínar að rekja að hluta til til Stuðkompanísins sem hafði sigrað Músíktilraunir vorið 1987 og keyrt sig út á sveitaböllunum áður en hún hætti sumarið 1988, í kjölfarið var Karakter stofnuð. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru…

Aðalsteinn Ísfjörð – Efni á plötum

Jón Hrólfsson og Aðalsteinn Ísfjörð – Samspil Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 27 Ár: 1984 1. Champagne polka 2. Hilsen fra Mälselv 3. Hjortlands reinlender 4. Serenade in the night 5. Jämtgubben polka 6. Scottish brilliante 7. Prior accordion club march 8. Balled i Belgium 9. I ur och skur 10. Veiðimaðurinn 11. Blomsterbuketten 12. Skärgårdsflirt 13.…